Innlent

Vara við neyslu á lífrænu kamillutei úr Víði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Umrætt kamillute var selt í verslunum Víðis þangað til fyrirtækið hætti starfsemi í sumar.
Umrætt kamillute var selt í verslunum Víðis þangað til fyrirtækið hætti starfsemi í sumar. Mynd/matvælastofnun

Matvælastofnun varar við neyslu á REMA 1000 lífrænu kamillutei vegna alkalóíða og hefur varan verið innkölluð. Teið var aðeins selt í verslunum Víðis á Íslandi þangað til þeim var lokað í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Í eftirlitsverkefni í Danmörku greindist mjög hátt magn af pyrrólizdín alkalóíðum í einni tegund af kamillutei, trúlega vegna íblöndunar með krossfífli.

Upplýsingar um innköllun bárust Matvælastofnun frá Danmörku í gegnum RASFF evrópska hraðviðvörunarkerfið um hættuleg matvæli á markaði. Teið var selt í verslunum Víðis frá haustinu 2017 þar til fyrirtækið hætti starfsemi í sumar.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

  • Vöruheiti: Rema 1000 økologisk kamillete
  • Framleiðandi: Whole company A/S, DK.
  • Þyngd: Nettoindhold: 25 breve
  • Best fyrir dagsetning: 17/10/19, 26/10/19, 15/11/19, 29/11/19, 05/12/19, 03/01/20.
  • Lotunúmer: 3017, 3417, 3517, 3717.
  • Strikamerki: 5705830003294
  • Innflutningur/dreifing: Selt í verslunum Víðis.
Mikil neysla á tei sem inniheldur hátt magn af alkalóíðum getur m.a. valdið lifrarskemmdum. Neytendur eru hvattir til að neyta ekki þessarar vöru og henda henni, segir í tilkynningu Matvælastofnunar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.