Innlent

Sækja slasaða konu að Þríhnúkagíg

Birgir Olgeirsson skrifar
Konan er ekki talin lífshættulega slösuð.
Konan er ekki talin lífshættulega slösuð. Landakort ehf.

Björgunarsveitarmenn og slökkviliðsmenn voru kallaðir út vegna erlends ferðamanns sem slasaðist í Þríhnúkagíg á þriðja tímanum í dag. Konan slasaðist í gígnum sjálfum en búið er að koma henni upp og þarf að ganga með hana í um þrjá kílómetra til að koma henni í sjúkrabíl. Er konan ekki talin lífshættulega slösuð.

Uppfært klukkan 15:35: 
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna þessa slyss. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.