Veiði lokið í Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 29. ágúst 2018 10:40 Þessi 12 punda urriði úr Hraunvötnum var sá stærsti í sumar. Mynd: www.veidivotn.is Veiðitímabilinu er formlega lokið í Veiðivötnum og veiðin á þessu ári er nokkurn veginn á pari miðað við árið í fyrra. Í síðustu viku stangveiðitímans komu 1.357 fiskar á land og var besta veiðin í Litlasjó. Í Litlasjó fengust 688 fiskar í vikunni en færri fiskar komu úr öðrum vötnum enda fáir veiðimenn þar á ferð. Alls veiddust 19.867 fiskar í Veiðivötnum á stangveiðitímanum, 9.609 urriðar og 10.258 bleikjur. Besta veiðin var í Litlasjó, 5.171 urriði komu þar á land og meðalþyngdin yfir 2 pund og heildarþyngd afla 10.966 kg. Þetta er betri veiði en undanfarin ár, og þarf að fara aftur til ársins 2012 til að finna hærri aflatölur úr Litlasjó. Næstmest veiddist í Snjóölduvatni, 5.003 fiskar, en þar var uppistaðan í veiðinni smábleikja þó svo stærri fiskar væru innanum. Stærsti fiskur sumarsins var 12,0 pd urriði úr Hraunvötnum sem veiddist í fyrstu veiðivikunni og mesta meðalþyngdin var 3,52 í Grænavatni. Til samanburðar þá fengust alls 20.315 fiskar á stangveiðitímanum sumarið 2018, 8.482 urriðar og 11.833 bleikjur. Það sumar veiddust flestir fiskar í Snjóölduvatni, 6.825 en nokkru færri í Litlasjó, 4.936 fiskar. Mest lesið Dræm veiði í Tungufljóti þetta haustið Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Frábær veiði hjá krökkunum í Elliðaánum Veiði Stórir birtingar ennþá að veiðast í Baugstaðarós Veiði Tröll á sveimi á Nessvæðinu Veiði Blanda opnar með 15 löxum fyrsta daginn Veiði Sumarhátíð Veiðihornsins stendur yfir um helgina Veiði
Veiðitímabilinu er formlega lokið í Veiðivötnum og veiðin á þessu ári er nokkurn veginn á pari miðað við árið í fyrra. Í síðustu viku stangveiðitímans komu 1.357 fiskar á land og var besta veiðin í Litlasjó. Í Litlasjó fengust 688 fiskar í vikunni en færri fiskar komu úr öðrum vötnum enda fáir veiðimenn þar á ferð. Alls veiddust 19.867 fiskar í Veiðivötnum á stangveiðitímanum, 9.609 urriðar og 10.258 bleikjur. Besta veiðin var í Litlasjó, 5.171 urriði komu þar á land og meðalþyngdin yfir 2 pund og heildarþyngd afla 10.966 kg. Þetta er betri veiði en undanfarin ár, og þarf að fara aftur til ársins 2012 til að finna hærri aflatölur úr Litlasjó. Næstmest veiddist í Snjóölduvatni, 5.003 fiskar, en þar var uppistaðan í veiðinni smábleikja þó svo stærri fiskar væru innanum. Stærsti fiskur sumarsins var 12,0 pd urriði úr Hraunvötnum sem veiddist í fyrstu veiðivikunni og mesta meðalþyngdin var 3,52 í Grænavatni. Til samanburðar þá fengust alls 20.315 fiskar á stangveiðitímanum sumarið 2018, 8.482 urriðar og 11.833 bleikjur. Það sumar veiddust flestir fiskar í Snjóölduvatni, 6.825 en nokkru færri í Litlasjó, 4.936 fiskar.
Mest lesið Dræm veiði í Tungufljóti þetta haustið Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Frábær veiði hjá krökkunum í Elliðaánum Veiði Stórir birtingar ennþá að veiðast í Baugstaðarós Veiði Tröll á sveimi á Nessvæðinu Veiði Blanda opnar með 15 löxum fyrsta daginn Veiði Sumarhátíð Veiðihornsins stendur yfir um helgina Veiði