Viðskipti erlent

Erfiður dagur í vændum fyrir Facebook

Samúel Karl Ólason skrifar
Áður en markaðir vestanhafs opnuðu virtist Zuckerberg vera búinn að tapa 16,4 milljörðum dala.
Áður en markaðir vestanhafs opnuðu virtist Zuckerberg vera búinn að tapa 16,4 milljörðum dala. Vísir/AP

Verðmæti eigna Mark Zuckerberg, stofnanda og forstjóra Facebook, dróst saman um rúma sextán milljarða dala áður en markaðir vestanhafs opnuðu í dag. Hlutabréfaverð samfélagsmiðlarisans hefur hríðfallið í kjölfar þess að fyrirtækið tilkynnti minni hagnað og minni vöxt en gert hafði verið ráð fyrir.

Fari sem á horfi væri þetta stærsta verðfall eins fyrirtækis á einum degi í sögu hlutabréfa.

Fyrir opnun markaða féll verðmæti fyrirtækisins um 20,4 prósent eða um 128 milljarða dala. Til marks um stærð Facebook þá eru þessi tuttugu prósent fjórfalt verðmæti Twitter, samkvæmt Reuters.

Þeir rúmu sextán milljarðar sem Zuckerberg gæti tapað væru nóg til að til komast í 80. sæti yfir lista ríkustu manna heims.

Greinendur sem Reuters ræddi við segja ljóst að það muni taka tíma að laga vandamál Facebook.

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, setti hrun Facebook í samhengi í gær.
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.