Innlent

Tyrkir segjast ekki hafa Hauk í haldi

Kjartan Kjartansson skrifar
Talið er að Haukur hafi fallið í sprengjuárás Tyrkja í Afrin-héraði.
Talið er að Haukur hafi fallið í sprengjuárás Tyrkja í Afrin-héraði. Mynd/Úr safni Nurhaks

Varnarmálaráðherra Tyrklands hafði engar upplýsingar um afdrif Hauks Hilmarssonar sen talinn er hafa fallið í Sýrlandi þegar Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ræddi við hann í síma í dag. Hann sagði þó að Haukur væri ekki í haldi tyrkneska hersins.



Guðlaugur Þór ræddi við Nurettin Canikli, varnarmálaráðherra Tyrklands, í síma í dag vegna máls Hauks. Talið er að hann hafi fallið í átökum Kúrda við tyrkneska hersveitir í Afrin-héraði í Sýrlandi í lok febrúar.



Þrátt fyrir að Canikli gæti ekki veitt frekari upplýsingar um örlög Hauks hét hann því að tyrknesk hermálayfirvöld myndu liðsinna íslenskum stjórnvöldum að finna hann, að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins.



Þá segir Sveinn að aðstandendum Hauks hafi verið kynnt efnisatriði samtals ráðherranna tveggja.



Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, bað Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um aðstoð við að afla upplýsinga um afdrif Hauks þegar þær hittust í Þýskalandi í dag. Forsætisráðherra segir að Merkel hafi tekið vel í þá bón hennar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×