74 birtingar á land á þremur dögum Karl Lúðvíksson skrifar 25. september 2017 10:08 Gunnar Óskarsson með 11 punda sjóbirting úr Geirlandsá. Mynd: www.svfk.is Sjóbirtingsveiðin er að komast á fullt þessa dagana og veiðifréttir af sjóbirtingsslóðum eru góðar. Það er óhætt að segja að það sé góður gangur í Geirlandsá en samkvæmt fréttum af vef leigutakans, Stangaveiðifélags Keflavíkur, var veiðin í síðustu viku ansi góð. Þar kom þriggja daga mokveiði þegar 74 sjóbirtingum var landað á aðeins þremur dögum. Það sem hefur kippt veiðinni í gang er þetta vatnsveður sem hefur gengið yfir landið en það gerir það að verkum að þá hækkar vel í ánum og við það gengur sjóbirtingurinn af miklum krafti upp í þær. Holl sem var við veiðar 18-20. sept gekk líka mjög vel en hollið landaði 32 fiskum og sá stærsti var 84 sm sjóbirtingur sem veiddist í Ármótum á fluguna Frigga. Hollið sem tók svo við af þeim var búið að landa 42 birtingum eftir tvær vaktir og missa helling. Langmest er af 4-6 punda fiski og stærst 10 pund. Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði
Sjóbirtingsveiðin er að komast á fullt þessa dagana og veiðifréttir af sjóbirtingsslóðum eru góðar. Það er óhætt að segja að það sé góður gangur í Geirlandsá en samkvæmt fréttum af vef leigutakans, Stangaveiðifélags Keflavíkur, var veiðin í síðustu viku ansi góð. Þar kom þriggja daga mokveiði þegar 74 sjóbirtingum var landað á aðeins þremur dögum. Það sem hefur kippt veiðinni í gang er þetta vatnsveður sem hefur gengið yfir landið en það gerir það að verkum að þá hækkar vel í ánum og við það gengur sjóbirtingurinn af miklum krafti upp í þær. Holl sem var við veiðar 18-20. sept gekk líka mjög vel en hollið landaði 32 fiskum og sá stærsti var 84 sm sjóbirtingur sem veiddist í Ármótum á fluguna Frigga. Hollið sem tók svo við af þeim var búið að landa 42 birtingum eftir tvær vaktir og missa helling. Langmest er af 4-6 punda fiski og stærst 10 pund.
Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði