Leikjavísir

Úrslitin ráðast á Íslandsmótinu í Overwatch

Samúel Karl Ólason skrifar
Úrslitin á Íslandsmeistaramótinu í Overwatch munu ráðast í dag. Einhverjar eru ósigraðir á mótinu en búið er að spila fleiri en 90 leiki síðan mótið hófst en Einherjar og Team Hafficool hafa aldrei mæst áður. Auk þess að öðlast titilinn landslið Íslands er til mikilsl að vinna.

Landsliðið í Overwatch fær fríar Eitt gíg ljósleiðaratengingar í rúmt ár að verðmæti um 900.000 krónur (6 x tengingar til áramóta 2017/2018) og verður hægt að velja á milli 1GB nettenginga í gegnum ljósleiðara frá bæði Hringiðunni internetþjónustu og Hringdu.

Þá fær landsliðið í Overwatch fær einnig 210.000 krónur í peningum og þar að auki 120.000 krónu gjafabréf frá Tölvutek. Heildarverðmæti verðlauna hjá landsliðinu verða 1.230.000 krónur.

Silfurliðið fær 90.000 í peningum og þar að auki 60.000 króna gjafabréf frá Tölvutek. Heildarverðmæti hjá silfurliðunu er 150 þúsund krónur.

Úrslitin munu ráðast á opnum viðburði á UTMessunni á laugardaginn, sem hefst klukkan 13:00. Þá munu gestir geta mætt í Kaldalón og fylgst með úrslitunum í eigin persónu. Einnig er hægt að fylgjast með úrslitunum hér á Twitch síðu Ljósleiðarans.

Það eru Ljósleiðarinn, Tölvutek, Hringiðan Internetþjónusta og Hringdu sem standa að baki Íslandsmótinu í Overwatch og þar sem áætlað heildarverðmæti verðlauna er yfir 1.400.000 krónur.

Hægt er að fylgjast með úrslitaviðureigninni hér að neðan.

Watch live video from ljosleidarinn on www.twitch.tv

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.