Innlent

Fjölga þurfi jöfnunarsætum í fimmtán

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Þorsteinn Helgason, prófessor í stærðfræði, hefur talað fyrir því að það þurfi að vera fimmtán jöfnunarsæti.
Þorsteinn Helgason, prófessor í stærðfræði, hefur talað fyrir því að það þurfi að vera fimmtán jöfnunarsæti. Stöð 2/Grafík
Sökum kjördæmaskiptingar fær Framsókn einum fleiri þingmann en Miðflokkurinn og Samfylkingin þrátt fyrir að vera með minna fylgi. Samfylkingin fengi því einn þingmann til viðbótar á kostnað Framsóknarflokksins ef landið væri eitt kjördæmi.

Í kosningunum í fyrra hefði einn maður færst frá Sjálfstæðisflokknum til Vinstri grænna og árið 2013 hefði Framsóknarflokkurinn misst einn mann yfir til vinstri grænna.

Níu jöfnunarsæti duga ekki til

Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri segir í samtali við Vísi að það þurfi ekki að gera landið að einu kjördæmi til að jafna vægi atkvæða. „Við höfum níu jöfnunarmenn og það sem gerðist núna var að það voru ekki til nægilega margir jöfnunarmenn til þess að jafna vægi atkvæða. Ef jöfnunarsæti væru fleiri værum við að minnka líkurnar á að svona gerist.“

Þá segir hann að Þorsteinn Helgason, prófessor í stærðfræði, hafi lengi talað fyrir því að það þyrftu að vera fimmtán jöfnunarsæti. „Ég veit að Þorsteinn Helgason sem er náttúrulega guðfaðir þessa kerfis hefur sagt það að það þyrftu að vera 15 jöfnunarsæti til þess að koma í veg fyrir að svona lagað gerist,“ segir hann. 



Grétar segir jafnframt að þetta sé að verða meira áberandi þegar flokkunum er að fjölga. „Þess vegna hefur þetta ekki verið jafn mikið í umræðunni fyrr en núna á síðustu árum og þarna blasir við okkur hvernig kerfið sem við erum með veldur óréttlæti í skiptingu þingsæta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×