Óvenjulega rólegur maí í Elliðavatni Karl Lúðvíksson skrifar 25. maí 2016 16:00 Veitt við Elliðavatn Mynd: Trausti Hafliðason Elliðavatn er af mörgum veiðimönnum kallað Háskóli fluguveiðimannsins og oft er haft á orði að þegar þú veiðir þetta vatn með sóma getur þú veitt hvar sem er. Vatnið hefur tekið miklum stakkaskiptum frá því að undirritaður hóf að veiða í því af einhverju ráði fyrir um 30 árum síðan en þá var aflinn alltaf bleikja. Það var kannski verið að landa tveimur til þremur urriðum á ári og þarna í árdaga minnar veiði í vatninu var vatnið mikið stundað. Maí var alltaf mjög gjöfull en datt nokkuð niður fyrir 10 árum síðan samkvæmt mínum afladagbókum en maí hefur verið að koma sterkur til baka þangað til í ár en afrakstur ítrekaðra ferða uppá vatnið hafa hingað til á þessu vori hafa skilað mér tómu neti í hvert einasta skipti. Þetta er sama sagan hjá mörgum af þeim veiðimönnum sem ég þekki við vatnið og hefur engin neina skýringu á höndum aðra en að það er greinilegt að mun minna er að fiski í vatninu en síðustu ár. Fyrir utan hrunið sem varð í bleikjustofninum og gerði það að verkum að hlutföll aflans hafa alveg snúist við þá er það tilfinningin að það sé mun minna af fiski og þetta sést bæði í aflabrögðum og eins á góðum degi þegar horft er yfir vatnið eru vakirnar sárafáar þrátt fyrir að mikið flugnaklak sé í gangi. Samanburðurinn við t.d. fyrstu sumrin þegar það lægði og vatnið kraumaði í öllum víkum er vatninu ekki í hag og það er óhætt að segja að samtöl vanra veiðimanna við vatnið litist af því að menn eru farnir að óttast um veiðina í vatninu. Áður en skrattinn er málaður á vegginn á þetta þó eftir að koma betur í ljós þegar fyrstu heitu dagarnir í júní skella á okkur en þá eflist takan yfirleitt nokkuð mikið og þá getur verið mikið líf við vatnið. Við skulum þess vegna bara vona að þetta sé vegna heldur kaldra veðurskilyrða sem fiskurinn liggur ennþá niðri og bíður færis sem kannski kemur þegar það hlýnar. Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Skemmtikvöld á morgun hjá SVFR Veiði Nýtt frítt veftímarit um sportveiði Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði Rangárnar standa upp úr í sumar Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði
Elliðavatn er af mörgum veiðimönnum kallað Háskóli fluguveiðimannsins og oft er haft á orði að þegar þú veiðir þetta vatn með sóma getur þú veitt hvar sem er. Vatnið hefur tekið miklum stakkaskiptum frá því að undirritaður hóf að veiða í því af einhverju ráði fyrir um 30 árum síðan en þá var aflinn alltaf bleikja. Það var kannski verið að landa tveimur til þremur urriðum á ári og þarna í árdaga minnar veiði í vatninu var vatnið mikið stundað. Maí var alltaf mjög gjöfull en datt nokkuð niður fyrir 10 árum síðan samkvæmt mínum afladagbókum en maí hefur verið að koma sterkur til baka þangað til í ár en afrakstur ítrekaðra ferða uppá vatnið hafa hingað til á þessu vori hafa skilað mér tómu neti í hvert einasta skipti. Þetta er sama sagan hjá mörgum af þeim veiðimönnum sem ég þekki við vatnið og hefur engin neina skýringu á höndum aðra en að það er greinilegt að mun minna er að fiski í vatninu en síðustu ár. Fyrir utan hrunið sem varð í bleikjustofninum og gerði það að verkum að hlutföll aflans hafa alveg snúist við þá er það tilfinningin að það sé mun minna af fiski og þetta sést bæði í aflabrögðum og eins á góðum degi þegar horft er yfir vatnið eru vakirnar sárafáar þrátt fyrir að mikið flugnaklak sé í gangi. Samanburðurinn við t.d. fyrstu sumrin þegar það lægði og vatnið kraumaði í öllum víkum er vatninu ekki í hag og það er óhætt að segja að samtöl vanra veiðimanna við vatnið litist af því að menn eru farnir að óttast um veiðina í vatninu. Áður en skrattinn er málaður á vegginn á þetta þó eftir að koma betur í ljós þegar fyrstu heitu dagarnir í júní skella á okkur en þá eflist takan yfirleitt nokkuð mikið og þá getur verið mikið líf við vatnið. Við skulum þess vegna bara vona að þetta sé vegna heldur kaldra veðurskilyrða sem fiskurinn liggur ennþá niðri og bíður færis sem kannski kemur þegar það hlýnar.
Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Skemmtikvöld á morgun hjá SVFR Veiði Nýtt frítt veftímarit um sportveiði Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði Rangárnar standa upp úr í sumar Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði