Innlent

Óákveðið hvort dómi Annþórs og Barkar verði áfrýjað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Börkur Birgisson og Annþór Kristján Karlsson.
Börkur Birgisson og Annþór Kristján Karlsson. Vísir

Ríkissaksóknari hefur ekki tekið ákvörðun um hvort dómi í máli embættisins gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni verði áfrýjað. Þeir voru í Héraðsdómi Suðurlands sýknaðir af ákæru um stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni árið 2013.

Annþór og Börkur voru sýknaðir á þeim forsendum að ekki væri hafið yfir skynsamlegan vafa að þeir hefðu orðið valdir að dauða samfanga þeirra, Sigurðar Hólm Sigurðssonar. Málsmeðferð tók um þrjú ár í héraði en dómur var kveðinn upp 23. mars síðastliðinn eða fyrir rétt rúmum tveimur vikum.

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir í samtali við Vísi að ákvörðunin liggi ekki fyrir en það styttist í hana. Áfrýja þarf dómum úr héraði til Hæstaréttar innan fjögurra vikna. Farið hafði verið fram á tólf ára fangelsi yfir Annþóri og Berki og sögðust verjendur þeirra við dómsuppkvaðninguna eiga von á því að ríkissaksóknari myndi áfrýja dómnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×