Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 8. ágúst 2016 11:00 Mynd: West Ranga FB Það hefur verið frábær veiði í Ytri Rangá í sumar og ennþá eru tæpur þrír mánuðir eftir af tímabilinu. Veiðivísir spáði því í byrjun tímabilsins þegar stærðin á fyrstu göngunum var ljós að áin gæti líklega farið í 9.000 laxa ef það viðrar þokkalega á veiðimenn á seinni hluta tímabilsins. Hún er að detta í 5.000 laxa og það er ekkert lát á frábærri veiði í ánni en suma daga er veiðin um 100 laxar og þá eru tölurnar fljótar að breytast. Innan um góðar smálaxagöngur er ennþá að koma tveggja ára lax þó það sé ekki í sama mæli og í upphafi tímabilsins en það hafa sést nokkrir stórir fiskar sem hafa verið tregir að taka hjá veiðimönnum. Sem fyrr eru nokkrir staðir heitari en aðrir og má þar t.d. nefna Djúpós og Tjarnarbreiðu en þess fyrir utan er alltaf mikið af fiski á Klöpp Rangárflúðum, Stallmýrarfljóti og Hrafnaklettum og þar sem hefur gert þetta að skemmtilegu tímabili að það er varla nokkur veiðistaður alveg úti eins og gerist oft þó svo að það veiðist mismikið í þeim. Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu og ljóst að þeir sem eiga daga á næstunni við bakka hennar geta farið að hlakka til. Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Mikið vatn en nokkuð líf í Hrútafjarðará Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði
Það hefur verið frábær veiði í Ytri Rangá í sumar og ennþá eru tæpur þrír mánuðir eftir af tímabilinu. Veiðivísir spáði því í byrjun tímabilsins þegar stærðin á fyrstu göngunum var ljós að áin gæti líklega farið í 9.000 laxa ef það viðrar þokkalega á veiðimenn á seinni hluta tímabilsins. Hún er að detta í 5.000 laxa og það er ekkert lát á frábærri veiði í ánni en suma daga er veiðin um 100 laxar og þá eru tölurnar fljótar að breytast. Innan um góðar smálaxagöngur er ennþá að koma tveggja ára lax þó það sé ekki í sama mæli og í upphafi tímabilsins en það hafa sést nokkrir stórir fiskar sem hafa verið tregir að taka hjá veiðimönnum. Sem fyrr eru nokkrir staðir heitari en aðrir og má þar t.d. nefna Djúpós og Tjarnarbreiðu en þess fyrir utan er alltaf mikið af fiski á Klöpp Rangárflúðum, Stallmýrarfljóti og Hrafnaklettum og þar sem hefur gert þetta að skemmtilegu tímabili að það er varla nokkur veiðistaður alveg úti eins og gerist oft þó svo að það veiðist mismikið í þeim. Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu og ljóst að þeir sem eiga daga á næstunni við bakka hennar geta farið að hlakka til.
Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Mikið vatn en nokkuð líf í Hrútafjarðará Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði