Innlent

Átta ára stúlka lést í bílslysinu

Birgir Olgeirsson skrifar
Íbúar á Siglufirði kveiktu á kertum til minningar um stúlkuna í gærkvöldi.
Íbúar á Siglufirði kveiktu á kertum til minningar um stúlkuna í gærkvöldi. Vísir/Kristín Sigurjónsdóttir
Íbúar á Siglufirði eru harmi slegnir vegna andláts átta ára gamallar telpu frá Siglufirði sem lést í bílslysi þegar árekstur varð við vegamót Ólafsfjarðarvegar og Skíðadalsvegar um klukkan hálf fjögur í fyrradag. Íbúar kveiktu á kertum til minningar um stúlkuna í gærkvöldi.

Um var að ræða þriggja bíla árekstur en alls voru fimm í bílunum þremur. Tveir í einum bílnum, tveir í öðrum og en sá fimmti var einn á ferð í þriðja bílnum. Sá slapp ómeiddur frá árekstrinum. Hinir fjórir voru fluttir á sjúkrahús þar sem stúlkan var úrskurðuð látin.

Hinir þrír eru enn á sjúkrahúsi á Akureyri en ástand þeirra er sagt stöðugt og sjúklingarnir ekki í lífshættu. Má jafnvel eiga von á að einn þeirra verði útskrifaður af sjúkrahúsinu í dag. 


Tengdar fréttir

Banaslys á Ólafsfjarðarvegi

Einn lést í þriggja bíla árekstri við vegamót Ólafsfjarðarvegar og Skíðadalsvegar um klukkan hálf fjögur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×