Hróarslækur kominn til Iceland Outfitters Karl Lúðvíksson skrifar 11. maí 2015 11:45 Gamla brúin yfir Hróarslæk Hróarslækur er veiðisvæði sem hefur oft átt frábæra spretti en áin er einstaklega þægileg að veiða og fín fyrir byrjendur sem lengra komna. Veiðifélagið Iceland Outfitters með Stefán Sigurðsson í fararbroddi hefur tekið að sér að selja leyfi í ánna fyrir kom andi sumar. Veiðin hefur oft verið mjög góð og fylgir oftar en ekki taktinum í Ytri Rangá hvað varðar tímasetningar á fyrstu göngunum. Áin rennur í Ytri Rangá við eystri bakkann rétt til móts við veiðistaðinn Gunnugilsbreiðu í Ytri Rangá en óheimilt er að veiða ósinn á ánni. Fyrsti veiðistaðurinn er rétt fyrir ofan ósinn og þar getur oft safnast saman mikið af fiski. Hróarslækur hefur bæði staðbundin bleikjustofn og urriða en með góðu átaki í sleppingum á laxaseiðum síðustu ár hefur áin betur verið þekkt sem laxveiðiá. Veiðistaðirnir eru margir og veiðisvæðið drjúgt en þekktasti veiðistaðurinn er þó hylurinn milli gömlu brúar og nýju brúar yfir þjóðveg 1 en þar undir á laxinn það oft til að bunkast upp, sérstaklega þegar hann er í göngu. Veiðileyfin eru seld sem stakir dagar án hús og er verðið 12-28.000 fyrir daginn sem er með ódýrari laxveiðileyfum í dag. Stangveiði Mest lesið Góður gangur í Elliðaánum Veiði Tailor er ein besta vatnaflugan Veiði Góð veiði við Ölfusárós Veiði Ytri Rangá komin í 3000 laxa Veiði Fer Laxá á Ásum yfir 1000 laxa? Veiði 122 stórlaxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Veiði Ein skæðasta haustflugan í sumar Veiði Líf á Bíldsfelli Veiði 200 laxar komnir úr Staðarhólsá Veiði Laxveiðin af stað með hvelli Veiði
Hróarslækur er veiðisvæði sem hefur oft átt frábæra spretti en áin er einstaklega þægileg að veiða og fín fyrir byrjendur sem lengra komna. Veiðifélagið Iceland Outfitters með Stefán Sigurðsson í fararbroddi hefur tekið að sér að selja leyfi í ánna fyrir kom andi sumar. Veiðin hefur oft verið mjög góð og fylgir oftar en ekki taktinum í Ytri Rangá hvað varðar tímasetningar á fyrstu göngunum. Áin rennur í Ytri Rangá við eystri bakkann rétt til móts við veiðistaðinn Gunnugilsbreiðu í Ytri Rangá en óheimilt er að veiða ósinn á ánni. Fyrsti veiðistaðurinn er rétt fyrir ofan ósinn og þar getur oft safnast saman mikið af fiski. Hróarslækur hefur bæði staðbundin bleikjustofn og urriða en með góðu átaki í sleppingum á laxaseiðum síðustu ár hefur áin betur verið þekkt sem laxveiðiá. Veiðistaðirnir eru margir og veiðisvæðið drjúgt en þekktasti veiðistaðurinn er þó hylurinn milli gömlu brúar og nýju brúar yfir þjóðveg 1 en þar undir á laxinn það oft til að bunkast upp, sérstaklega þegar hann er í göngu. Veiðileyfin eru seld sem stakir dagar án hús og er verðið 12-28.000 fyrir daginn sem er með ódýrari laxveiðileyfum í dag.
Stangveiði Mest lesið Góður gangur í Elliðaánum Veiði Tailor er ein besta vatnaflugan Veiði Góð veiði við Ölfusárós Veiði Ytri Rangá komin í 3000 laxa Veiði Fer Laxá á Ásum yfir 1000 laxa? Veiði 122 stórlaxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Veiði Ein skæðasta haustflugan í sumar Veiði Líf á Bíldsfelli Veiði 200 laxar komnir úr Staðarhólsá Veiði Laxveiðin af stað með hvelli Veiði