Kuldinn hægir á laxinum Karl Lúðvíksson skrifar 22. júlí 2015 08:42 Gunnar Stefánsson með 90 sm lax úr Svalbarðsá. Þrátt fyrir að það sé að líða að lokum júlí minnir veðrið síðustu dagana frekar á maí og júní. Það hefur ekkert farið framhjá neinum sem hefur staðið við bakkann síðustu daga og vikur að það er bara drullukalt og vatnshitinn víða fer ekki yfir 7-8 gráður. Kalt vatnið virðist hægja á laxinum upp ánna og efri svæðin í sumum ánum eru hreinlega ekki kominn inn vegna þessa. Það er ekki spáð neinum sérstökum hlýindum svo það má reikna með að þetta ástand vari eitthvað áfram en upp fer hann að lokum, það er nokkuð ljóst. Miklar göngur hafa verið upp á síðkastið á vestur og suðurlandi sem gerir það að verkum að þrátt fyrir slæmt veður er veiðin ennþá mjög góð og það verður áhugavert að sjá stöðuna á morgun á nýjum vikulista frá Landssambandi Veiðifélaga en nú þegar hafa Norðurá, Blanda og Miðfjarðará farið yfir 1000 og líklega Þverá líka en ekki hafa fengist staðfestar tölur þaðan. Langá og Rangárnar koma rétt á hæla þeirra en Langá fer líklega yfir 1000 laxa í því holli sem er nú við veiðar. Mest lesið Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Tveir laxar á land við opnun í Hrútafjarðará Veiði 98 sm lax úr Miðfjarðará Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vatnsá og Skógará seinar í gang Veiði Flott opnun í Eystri Rangá Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Elliðaárnar opnuðu með athöfn í morgun Veiði
Þrátt fyrir að það sé að líða að lokum júlí minnir veðrið síðustu dagana frekar á maí og júní. Það hefur ekkert farið framhjá neinum sem hefur staðið við bakkann síðustu daga og vikur að það er bara drullukalt og vatnshitinn víða fer ekki yfir 7-8 gráður. Kalt vatnið virðist hægja á laxinum upp ánna og efri svæðin í sumum ánum eru hreinlega ekki kominn inn vegna þessa. Það er ekki spáð neinum sérstökum hlýindum svo það má reikna með að þetta ástand vari eitthvað áfram en upp fer hann að lokum, það er nokkuð ljóst. Miklar göngur hafa verið upp á síðkastið á vestur og suðurlandi sem gerir það að verkum að þrátt fyrir slæmt veður er veiðin ennþá mjög góð og það verður áhugavert að sjá stöðuna á morgun á nýjum vikulista frá Landssambandi Veiðifélaga en nú þegar hafa Norðurá, Blanda og Miðfjarðará farið yfir 1000 og líklega Þverá líka en ekki hafa fengist staðfestar tölur þaðan. Langá og Rangárnar koma rétt á hæla þeirra en Langá fer líklega yfir 1000 laxa í því holli sem er nú við veiðar.
Mest lesið Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Tveir laxar á land við opnun í Hrútafjarðará Veiði 98 sm lax úr Miðfjarðará Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vatnsá og Skógará seinar í gang Veiði Flott opnun í Eystri Rangá Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Elliðaárnar opnuðu með athöfn í morgun Veiði