Lífið

Avengers-leikarar biðjast afsökunar

Anna Guðjónsdóttir skrifar
Jeremy Renner og Chris Evans.
Jeremy Renner og Chris Evans. Vísir/YouTube
Leikararnir Chris Evans og Jeremy Renner hafa beðist afsökunar á ummælum sínum. Avengers-leikararnir voru gagnrýndir eftir að þeir kölluðu persónu Scarlett Johansson í Marvel-myndum, Black Widow, druslu.

Í tilkynningu frá Evans segir hann: „Í gær vorum við spurðir út í orðróminn að Black Widow vildi vera í sambandi með Hawkeye og Captain America. Svar okkar við spurningunni var barnalegt, móðgandi og skiljanlega reitti marga aðdáendur til reiði. Ég sé eftir þessu og biðst innilegrar afsökunar.“

Renner afsakaði sig einnig og sagði þá vera undir miklu álagi að kynna myndina. Hann sagði að engin alvara hafi fylgt ummælunum.

Leikararnir eru nú að kynna nýjustu mynd sína, Avengers: Age of Ultron. Í viðtali þar sem þeir voru spurðir út í ástarmál Svörtu ekkjunnar svaraði Renner því að hún væri drusla. Evans tók í sama streng og sagðist hafa ætlað að kalla hana hóru.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×