Innlent

Pétur Blöndal er látinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Pétur H. Blöndal.
Pétur H. Blöndal. Vísir/Teitur
Alþingismaðurinn Pétur H. Blöndal lést á heimili sínu í fyrrakvöld, hann var 71 árs gamall. Pétur hafði glímt við krabbamein um nokkurt skeið. Börn Péturs sögðu frá andláti hans á Facebook síðu hans.

„Hann tók veikindum sínum af æðruleysi og í samræmi við lífsviðhorf sín kvartaði hann aldrei heldur hélt áfram að vera virkur þar til alveg undir lokin,“ skrifa börn hans þar.

Pétur settist fyrst á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1995 og hefur hann sinnt þeim störfum síðan. Frekari upplýsingar má sjá í æviágripi hans á vef Alþingis.

Útför Péturs fer fram í kyrrþey að hans ósk. Fjölskylda hans afþakkar blóm og kransa en bendir þeim sem vilja minnast Péturs á Minningarsjóð krabbameinslækningadeildar.

Pétur lætur eftir sig sex börn: Davíð, Dagný, Stefán, Stella María, Baldur og Eydís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×