Innlent

Fyrsta skóflustungan að hofi Ásatrúarfélagsins: „Þetta mun breyta öllu fyrir okkur“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstu skóflustunguna.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstu skóflustunguna. myndir/silke

Að loknum sólmyrkvanum í dag var fyrsta skóflustungan tekin að Hofi Ásatrúarfélagsins í Öskjuhlíðinni. Á Facebook-síðu Ásatrúarfélagsins segir að þetta marki tímamót í trúar og menningarsögu Norður-Evrópu.

Hofið verður 350 fermetrar að stærð og mun rúma um 250 manns. Miðað er við að framkvæmdum ljúki í lok septembermánaðar á næsta ári.

Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði segir um að ræða stærstu tímamót í sögu Ásatrúarfélagsins.

Fylgst var vel með sólmyrkvanum. vísir/gva

„Þetta er stór dagsetning fyrir okkur. Þetta mun breyta öllu fyrir okkur því við höfum ekki haft aðstöðu sem rúmar okkar starfsemi,“ segir Hilmar. 

Athöfnin hófst klukkan 08:38 við upphaf sólmyrkvans og voru þá mynduð táknræn vébönd, kveikt á kertum í höfuðáttum og blótað til heilla staðarvættum. Þegar myrkvinn náði hámarki klukkan 09:37 var kveiktur eldur á þeim stað þar sem helgidómurinn mun rísa.

„Þarna getum við reist byggingu sem verður einkennisbygging í Reykjavík. Þetta verður fyrst og fremst safnaðarheimili, en við verðum líka með skrifstofuaðstöðu.“ 

Sólmyrkvanum lauk um 10:40 og þá var tekin fyrsta skóflustungan og svæðið og samkoman helguð.

Myndirnar hér að neðan tók ljósmyndarinn Silke Schurack. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.