Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Karl Lúðvíksson skrifar 6. maí 2014 10:31 Flott veiði úr Hraunsfirði í fyrra Mynd: KL Hraunsfjörður hefur verið feykilega vinsælt veiðisvæði enda er aðkoman góð, vatnið gjöfult og fiskurinn sérstaklega skemmtilegur en jafnframt erfiður viðureignar. Við höfum frétt af mönnum sem hafa á ferðinni við vatnið og séð mikið líf, sérstaklega í hraunjaðrinum en það er jafnframt mjög góður vorveiðistaður. Það er engin nýlunda að sjá bleikjuna fara þarna um í litlum torfum á þessum árstíma en það getur verið erfitt að fá hana til að taka. Þeir sem sýna smá þolinmæði og eru duglegir við að prófa ýmsar veiðiaðferðir gera yfirleitt góða veiði en lykilatriði til árangurs á vorin er að veiða frekar djúpt og nota til þess sökkenda eða sökklínu. Það eru ýmsar flugur sem gefa vel en Alma Rún, Peacock, Krókurinn og sambærilegar litlar flugur hafa yfirleitt gefið vel. Besti tíminn í vatninu er yfirleitt á vorin og miðsumars en það er samt ekki algilt. Það er í raun hægt að gera góða veiði allt tímabilið, þarf bara smá þolinmæði, reynslu og það sakar ekki ef smá heppni er með í för. Stangveiði Mest lesið Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Lækka verð í sumarbyrjun í Blöndu Veiði Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Helgarspáin vond fyrir rjúpnaskyttur Veiði Fínn morgun við opnun Stóru Laxár 1-2 Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Veiði
Hraunsfjörður hefur verið feykilega vinsælt veiðisvæði enda er aðkoman góð, vatnið gjöfult og fiskurinn sérstaklega skemmtilegur en jafnframt erfiður viðureignar. Við höfum frétt af mönnum sem hafa á ferðinni við vatnið og séð mikið líf, sérstaklega í hraunjaðrinum en það er jafnframt mjög góður vorveiðistaður. Það er engin nýlunda að sjá bleikjuna fara þarna um í litlum torfum á þessum árstíma en það getur verið erfitt að fá hana til að taka. Þeir sem sýna smá þolinmæði og eru duglegir við að prófa ýmsar veiðiaðferðir gera yfirleitt góða veiði en lykilatriði til árangurs á vorin er að veiða frekar djúpt og nota til þess sökkenda eða sökklínu. Það eru ýmsar flugur sem gefa vel en Alma Rún, Peacock, Krókurinn og sambærilegar litlar flugur hafa yfirleitt gefið vel. Besti tíminn í vatninu er yfirleitt á vorin og miðsumars en það er samt ekki algilt. Það er í raun hægt að gera góða veiði allt tímabilið, þarf bara smá þolinmæði, reynslu og það sakar ekki ef smá heppni er með í för.
Stangveiði Mest lesið Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Lækka verð í sumarbyrjun í Blöndu Veiði Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Helgarspáin vond fyrir rjúpnaskyttur Veiði Fínn morgun við opnun Stóru Laxár 1-2 Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Veiði