Lífið

Snorri Helgason og Saga Garðarsdóttir í sambandi

Bjarki Ármannsson skrifar
Snorri Helgason tónlistarmaður og Saga Garðarsdóttir, leikkona og grínisti, eru nýjasta stjörnupar Íslands ef marka má samskiptamiðilinn Facebook.
Snorri Helgason tónlistarmaður og Saga Garðarsdóttir, leikkona og grínisti, eru nýjasta stjörnupar Íslands ef marka má samskiptamiðilinn Facebook. Vísir/Anton/Daníel

Snorri Helgason tónlistarmaður og Saga Garðarsdóttir, leikkona og grínisti, eru nýjasta stjörnupar Íslands ef marka má samskiptamiðilinn Facebook. Þar skráðu þau sig í samband í kvöld.

Snorri er landsþekktur fyrir tónsmíð sína, bæði með hljómsveitinni Sprengjuhöllin og undir eigin nafni. Saga haslaði sér völl sem uppistandari en hefur undanfarin ár leikið í ýmsum sýningum Þjóðleikhússins, sem og sjónvarpsþáttum á borð við Steindann okkar.

Nýja parið er vinsælt og vinamargt, enda hafa rúmlega sextíu manns líkað við tilkynninguna um nýja sambandið þegar þetta er skrifað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.