Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig 5. desember 2013 09:30 Heimagert rauðkál er órjúfanlegur hluti af jólamatnum á mörgum heimilum og jaðrar við helgispjöll að dengja niðursoðnu káli úr dós á borðið. Skerið kálið niður í mjóar ræmur. Ástæða þess að dósakál er yfirleitt á borðum er gjarnan sú að fólki vex matreiðslan í augum. Hún er þó hægur vandi og fyllir húsið þar að auki af jólalegum ilmi. Þeir sem prófa heimagert rauðkál með jólasteikinni einu sinni snúa ekki aftur í dósina. Í matarbiblíunni Matur og drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur er að finna einfalda uppskrift að jólarauðkáli. Rauðkál nr. I 1 kg rauðkál 50 g smjörlíki 2 msk. sykur 1 tsk. salt 1/2 dl edik 1/2 dl vatn Saft (Helga tekur ekki fram hvers konar saft en við stingum upp á rifsberjasaft) Óhreinu blöðin eru tekin utan af rauðkálshöfðinu og það skorið í mjög litlar ræmur. Sykri og salti blandað saman við rauðkálið. Smjörlíkið brúnað í potti þar til kálið fer að rýrna og sykurinn er brúnaður. Þá er ediki og vatni hellt á og soðið við hægan hita í 2 klst. Þá er sykur, saft og edik sett í eftir geðþótta. Borðað með svínasteik og öðrum kjötréttum. Uppskriftina er að finna á bls. 179 í sjöttu útgáfu af bókinni Matur og drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur. Jólamatur Mest lesið Ilmandi jólaglögg að hætti Jönu Jól Betri en hefðbundnar sörur Jól Dásamlega góðir marengstoppar Jól Jóladagatal Vísis: Þegar goðsögn úr Police Academy fór í kattaslag við Pétur Jóhann Jól Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jól Jóladagatal Vísis: Einstök textasmíð Emmsjé Gauta Jól Engin jólatráasala við Landakot þetta árið Jól Þægur drengur í jólagjöf Jól Stalst í að kíkja á jólagjöfina: Vann leiksigur á aðfangadagskvöld Jól Ódýrt og einfalt jólaföndur sem allir geta gert Jól Fleiri fréttir Ilmandi jólaglögg að hætti Jönu Betri en hefðbundnar sörur Sjá meira
Heimagert rauðkál er órjúfanlegur hluti af jólamatnum á mörgum heimilum og jaðrar við helgispjöll að dengja niðursoðnu káli úr dós á borðið. Skerið kálið niður í mjóar ræmur. Ástæða þess að dósakál er yfirleitt á borðum er gjarnan sú að fólki vex matreiðslan í augum. Hún er þó hægur vandi og fyllir húsið þar að auki af jólalegum ilmi. Þeir sem prófa heimagert rauðkál með jólasteikinni einu sinni snúa ekki aftur í dósina. Í matarbiblíunni Matur og drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur er að finna einfalda uppskrift að jólarauðkáli. Rauðkál nr. I 1 kg rauðkál 50 g smjörlíki 2 msk. sykur 1 tsk. salt 1/2 dl edik 1/2 dl vatn Saft (Helga tekur ekki fram hvers konar saft en við stingum upp á rifsberjasaft) Óhreinu blöðin eru tekin utan af rauðkálshöfðinu og það skorið í mjög litlar ræmur. Sykri og salti blandað saman við rauðkálið. Smjörlíkið brúnað í potti þar til kálið fer að rýrna og sykurinn er brúnaður. Þá er ediki og vatni hellt á og soðið við hægan hita í 2 klst. Þá er sykur, saft og edik sett í eftir geðþótta. Borðað með svínasteik og öðrum kjötréttum. Uppskriftina er að finna á bls. 179 í sjöttu útgáfu af bókinni Matur og drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur.
Jólamatur Mest lesið Ilmandi jólaglögg að hætti Jönu Jól Betri en hefðbundnar sörur Jól Dásamlega góðir marengstoppar Jól Jóladagatal Vísis: Þegar goðsögn úr Police Academy fór í kattaslag við Pétur Jóhann Jól Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jól Jóladagatal Vísis: Einstök textasmíð Emmsjé Gauta Jól Engin jólatráasala við Landakot þetta árið Jól Þægur drengur í jólagjöf Jól Stalst í að kíkja á jólagjöfina: Vann leiksigur á aðfangadagskvöld Jól Ódýrt og einfalt jólaföndur sem allir geta gert Jól Fleiri fréttir Ilmandi jólaglögg að hætti Jönu Betri en hefðbundnar sörur Sjá meira