Innlent

Heiðlóan komin með fyrra fallinu

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar
Fyrsta Lóan.
Fyrsta Lóan.

„Þetta er alltaf gleðiefni. Við skulum bara vona að vorið sé að koma,“ segir Guðmundur A. Guðmundsson hjá Náttúrufræðistofnun Íslands um þær fréttir að fyrsta lóa ársins hafi sést við Útskála í Garði í fyrrakvöld.

„Þetta er með fyrra fallinu, það er nú oft um miðjan mars sem þær láta sjá sig,“ segir Guðmundur. Hann segir þó ekkert óhugsandi að lóan sem sást í Garði hafi haft hér vetursetu. Alltaf sé eitthvað um að lóur sjáist hér á landi yfir háveturinn þótt það rati ekki endilega í fréttir.

Samkvæmt Félagi áhugamanna um fugla á Hornafirði voru fyrstu farfuglar ársins tveir sílamávar, sem sáust á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi þann 22. febrúar. Degi síðar bárust félaginu tilkynningar um annan sílamáf í Sandgerði og um skúm á Breiðamerkursandi. Í lok febrúar höfðu svo borist fregnir af fleiri álftum en höfðu verið í vetur auk þess sem duggendur, grágæsir og maríuerlur höfðu sést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×