Bjarni vill aftur í formanninn Kristján Hjálmarsson skrifar 5. nóvember 2012 15:02 Bjarni Júlíusson formaður SVFR og Árni Friðleifsson, varaformaður við opnun Norðurá í ár. Mynd/trausti Bjarni Júlíusson hefur ákveðið að gefa aftur kost á sér sem formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur (SVFR). Þetta kemur fram á vef félagsins. Í yfirlýsingu frá Bjarna segir að SVFR hafi siglt krappan sjó í fjárhagslegu tilliti undanfarin misseri. Áætlanir stjórnarinnar hafi gert ráð fyrir að félagið myndi skilað hagnaði í ár og var sú spá gerð með hliðsjón af forsölu veiðileyfa til félagsmanna og annarra viðskiptavina félagsins. "Því miður brugðust þær vonir okkar, þar sem lausasala veiðileyfa varð langt undir væntingum og reynslu fyrri ára. Skýringin er sú sem við öll þekkjum; alger aflabrestur varð í laxveiðinni í sumar og veiði víðast hvar langt undir væntingum og spám. Varð því eftirspurnin eftir laxveiðileyfum, þegar í sumarbyrjun, harla lítil," segir Bjarni meðal annars í yfirlýsingu sinni. "Það er því ljóst að framundan bíða stjórn félagsins erfið verkefni sem krefjast mikillar vinnu stjórnarmanna. En þó þau séu bæði erfið og flókin þá trúi ég því að við getum leyst þau með samstilltu átaki. Eins og mörgum ykkar er eflaust kunnugt hafði ég ætlað mér að víkja úr starfi formanns á komandi aðalfundi. En í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem er hjá félaginu sem og þeirra krefjandi verkefna sem fyrir höndum eru, hef ég, eftir að hafa móttekið áskoranir fjölmargra félaga okkar, ákveðið að gefa kost á mér í eitt ár enn sem formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur." Stangveiði Mest lesið Veiðihúsin fá yfirhalningu fyrir sumarið Veiði Úr ýmsum áttum: Dunká þokkaleg og fín bleikjuveiði í Fljótaá Veiði Urriðinn í dalnum bara stækkar Veiði Lykilinn að góðum árangri í vatnaveiði Veiði Brúará er komin í gang Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Fleiri fréttir af opnunum laxveiðiánna Veiði 100 sm lax í Blöndu Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði
Bjarni Júlíusson hefur ákveðið að gefa aftur kost á sér sem formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur (SVFR). Þetta kemur fram á vef félagsins. Í yfirlýsingu frá Bjarna segir að SVFR hafi siglt krappan sjó í fjárhagslegu tilliti undanfarin misseri. Áætlanir stjórnarinnar hafi gert ráð fyrir að félagið myndi skilað hagnaði í ár og var sú spá gerð með hliðsjón af forsölu veiðileyfa til félagsmanna og annarra viðskiptavina félagsins. "Því miður brugðust þær vonir okkar, þar sem lausasala veiðileyfa varð langt undir væntingum og reynslu fyrri ára. Skýringin er sú sem við öll þekkjum; alger aflabrestur varð í laxveiðinni í sumar og veiði víðast hvar langt undir væntingum og spám. Varð því eftirspurnin eftir laxveiðileyfum, þegar í sumarbyrjun, harla lítil," segir Bjarni meðal annars í yfirlýsingu sinni. "Það er því ljóst að framundan bíða stjórn félagsins erfið verkefni sem krefjast mikillar vinnu stjórnarmanna. En þó þau séu bæði erfið og flókin þá trúi ég því að við getum leyst þau með samstilltu átaki. Eins og mörgum ykkar er eflaust kunnugt hafði ég ætlað mér að víkja úr starfi formanns á komandi aðalfundi. En í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem er hjá félaginu sem og þeirra krefjandi verkefna sem fyrir höndum eru, hef ég, eftir að hafa móttekið áskoranir fjölmargra félaga okkar, ákveðið að gefa kost á mér í eitt ár enn sem formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur."
Stangveiði Mest lesið Veiðihúsin fá yfirhalningu fyrir sumarið Veiði Úr ýmsum áttum: Dunká þokkaleg og fín bleikjuveiði í Fljótaá Veiði Urriðinn í dalnum bara stækkar Veiði Lykilinn að góðum árangri í vatnaveiði Veiði Brúará er komin í gang Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Fleiri fréttir af opnunum laxveiðiánna Veiði 100 sm lax í Blöndu Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði