Stangveiði skilar þremur milljörðum í Borgarbyggð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. júlí 2012 08:00 Langá er ein af mörgum meiri háttar laxveiðiám í Borgarbyggð. Mynd / Garðar Byggðaráð Borgarbyggðar hyggst láta kanna umfang og samfélagsleg áhrif stangveiða í sveitarfélaginu. Efnahagslegt virði laxveiðanna í Borgarbyggð; bein, óbein og afleidd áhrif, eru áætluð 3,2 milljarðar króna. Að því er segir í fundargerð byggðaráðs kemur fram í lokaverkefni Önnu Steinsen til BS gráðu í viðskiptafræði frá 2011 að laxveiði í Borgarbyggð sé að meðaltali rúmlega fjórðungur af heildar laxveiði af náttúrulegum stofnun á Íslandi sé miðað við árin 1974-2009. Fjórar af tíu fengsælustu laxveiðiám á Íslandi séu í sveitarfélaginu. Eignarhald á veiðijörðum í Borgarbyggð hefur jafnt og þétt færst í hendur annarra en heimamanna. "Árið 2009 eru 41prósent af veiðijörðum í Borgarbyggð í eigu aðila með lögheimili utan sveitarfélagsins en árið 1990 var það hlutfall 27 prósent. Efnahagslegt virði laxveiðanna í Borgarbyggð, bein, óbein og afleidd áhrif, eru áætluð 3,2 milljarðar króna," segir í fundargerðinni. Byggðaráðið ætlar að óska eftir að Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi láti vinna úttektina á áhrifum stangaveiðanna í héraðinu.Markmiðin með úttektinni eru:a) að kanna vannýtt sóknarfæri í tengslum við stangveiði, s.s. þjónustu við veiðimenn.b) að kanna hversu stór hluti starfa í beinum tengslum við stangveiði er unnin af heimamönnum og sömuleiðis hversu stór hluti af aðföngum og þjónustu er keyptur innan héraðs.c) að kanna möguleika á að efla hlut sveitarfélagsins og íbúa þess í auðlindinni, s.s. með aukinni atvinnuþátttöku, verslun og þjónustu.d) vekja athygli á því hversu umfangsmikil auðlind stangveiðin er í héraðinu. Stangveiði Mest lesið Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði
Byggðaráð Borgarbyggðar hyggst láta kanna umfang og samfélagsleg áhrif stangveiða í sveitarfélaginu. Efnahagslegt virði laxveiðanna í Borgarbyggð; bein, óbein og afleidd áhrif, eru áætluð 3,2 milljarðar króna. Að því er segir í fundargerð byggðaráðs kemur fram í lokaverkefni Önnu Steinsen til BS gráðu í viðskiptafræði frá 2011 að laxveiði í Borgarbyggð sé að meðaltali rúmlega fjórðungur af heildar laxveiði af náttúrulegum stofnun á Íslandi sé miðað við árin 1974-2009. Fjórar af tíu fengsælustu laxveiðiám á Íslandi séu í sveitarfélaginu. Eignarhald á veiðijörðum í Borgarbyggð hefur jafnt og þétt færst í hendur annarra en heimamanna. "Árið 2009 eru 41prósent af veiðijörðum í Borgarbyggð í eigu aðila með lögheimili utan sveitarfélagsins en árið 1990 var það hlutfall 27 prósent. Efnahagslegt virði laxveiðanna í Borgarbyggð, bein, óbein og afleidd áhrif, eru áætluð 3,2 milljarðar króna," segir í fundargerðinni. Byggðaráðið ætlar að óska eftir að Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi láti vinna úttektina á áhrifum stangaveiðanna í héraðinu.Markmiðin með úttektinni eru:a) að kanna vannýtt sóknarfæri í tengslum við stangveiði, s.s. þjónustu við veiðimenn.b) að kanna hversu stór hluti starfa í beinum tengslum við stangveiði er unnin af heimamönnum og sömuleiðis hversu stór hluti af aðföngum og þjónustu er keyptur innan héraðs.c) að kanna möguleika á að efla hlut sveitarfélagsins og íbúa þess í auðlindinni, s.s. með aukinni atvinnuþátttöku, verslun og þjónustu.d) vekja athygli á því hversu umfangsmikil auðlind stangveiðin er í héraðinu.
Stangveiði Mest lesið Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði