Hráefnið skiptir öllu máli 25. maí 2012 06:00 Eigendurnir, þau Ellert og Eva. Mynd/Rakel Ósk Veitingastaðurinn Eldofninn er lítill og vinalegur pitsustaður, staðsettur í Grímsbæ við Bústaðaveginn. Þar er boðið upp á girnilegar eldbakaðar pitsur eftir ítalskri forskrift. „Þetta er lítill fjölskyldustaður, rekinn af okkur hjónunum og strákunum okkar og svo að sjálfsögðu erum við með frábært aðstoðarfólk," segir Eva Karlsdóttir sem er eigandi ásamt manni sínum Ellert A. Ingimundarsyni leikara.Fyrsta flokks hráefni Hráefni er ekki bara hráefni, eru einkennisorð sem höfð eru að leiðarljósi hjá Eldofninum og því er það valið af kostgæfni. „Hráefnið skiptir öllu máli, til dæmis er enginn sykur notaður í pitsusósuna heldur plómutómatar sem eru náttúrulega sætir, en sósan er löguð daglega ásamt deiginu. Best geymda leyndarmál Eldofnsins er svo hvítlauks- og eldofnsolíurnar sem einnig eru gerðar á staðnum." Hakkið, sem er án allra íblöndunarefna, kemur frá Kjöthöllinni og er steikt á staðnum, klettasalatið er frá Hveratúni og basilíkan kemur beint frá bónda. „Basil er órjúfanlegur partur af Margarítu special, rauð sósan, mozzarella-sneiðar, ólífuolía og basillauf, sem sagt rauður, hvítur og grænn, sem eru litir ítalska fánans."Eldofn og kaffi frá Ítalíu Árið 2008 fóru þau hjónin til Ítalíu og ætluðu að finna eldofn og skoða ítalska pitsustaði. „Við fórum í sex verksmiðjur að skoða ofna áður en við ákváðum að kaupa ofninn okkar og að sjálfsögðu borðuðum við svo pitsur í öll mál. Eldofninn sem við keyptum er með snúningsplötu sem auðveldar jafna bökun og minnkar líkur á að pitsurnar brenni við. Þannig getum við útbúið fyrsta flokks eldbakaðar pitsur og veitt viðskiptavininum óskipta athygli í leiðinni áhyggjulaust." Eldofninn selur einnig sérinnflutt kaffi frá Ítalíu sem þau hjónin fundu fyrir tilviljun á ferðalagi sínu. „Við ætluðum bara að taka nokkur kíló af kaffi með heim og rákumst inn í fjölskyldufyrirtækið Italcaffé í Ceperana í La Spezia héraðinu. Þeir vildu endilega að við myndum selja kaffið þeirra á Íslandi. Okkur leist vel á og slógum bara til." Sífellt fleiri kúnnar koma núorðið á Eldofninn eingöngu til þess að kaupa sér kaffi eða baunir til að taka með heim.Eldofninn er vinalegur staður í miðju íbúðahverfi.Ánægður viðskiptavinur besta auglýsingin Hjá Eldofninum er mikið lagt upp úr því að veita góða þjónustu og jákvætt og persónulegt viðmót haft að leiðarljósi í öllum samskiptum við kúnnann. „Hingað koma reglulega nýir viðskiptavinir eingöngu vegna góðrar umfjöllunar frá öðrum, þannig að ánægður viðskiptavinur er besta auglýsingin," segir Eva stolt af orðspori Eldofnsins.Tilboð og opnunartímar Ýmis tilboð eru í gangi á Eldofninum. „Við erum með hádegistilboð á virkum dögum; pitsa með tveimur áleggstegundum og súperdós og svo er tíu prósent afsláttur þegar fólk sækir." Ekki er boðið upp á heimsendingu nema um stórar pantanir sé að ræða. Eldofninn er opinn frá klukkan 11.30 til 21 þriðjudaga til fimmtudaga og til 22 á föstudögum. Á laugardögum er opið frá 17-22 og á sunnudögum frá 17-21 en á mánudögum er lokað. Á heimasíðu Eldofnsins, eldofninn.is, er hægt að skoða matseðilinn ásamt fleiru en einnig er Eldofninn að finna á síðu staðarins á Facebook. Mest lesið Aflýsa flugi til og frá Orlando Viðskipti innlent Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Atvinnulíf Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Atvinnulíf „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ Atvinnulíf Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Viðskipti erlent „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnulíf Mikill fjöldi fyrirtækja með ófullnægjandi netvarnir Viðskipti innlent Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Viðskipti innlent Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Atvinnulíf Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sagði einhver fasteign á hjólum? Volvo EX90 reynsluakstur Enginn þarf að vera giftur lánunum sínum út lánstímann Ótrúlegar viðtökur á stuttum tíma Greiðsluáskorun Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Langar meira í 911 T-Hybrid en bæði lungun sín Sjá meira
Veitingastaðurinn Eldofninn er lítill og vinalegur pitsustaður, staðsettur í Grímsbæ við Bústaðaveginn. Þar er boðið upp á girnilegar eldbakaðar pitsur eftir ítalskri forskrift. „Þetta er lítill fjölskyldustaður, rekinn af okkur hjónunum og strákunum okkar og svo að sjálfsögðu erum við með frábært aðstoðarfólk," segir Eva Karlsdóttir sem er eigandi ásamt manni sínum Ellert A. Ingimundarsyni leikara.Fyrsta flokks hráefni Hráefni er ekki bara hráefni, eru einkennisorð sem höfð eru að leiðarljósi hjá Eldofninum og því er það valið af kostgæfni. „Hráefnið skiptir öllu máli, til dæmis er enginn sykur notaður í pitsusósuna heldur plómutómatar sem eru náttúrulega sætir, en sósan er löguð daglega ásamt deiginu. Best geymda leyndarmál Eldofnsins er svo hvítlauks- og eldofnsolíurnar sem einnig eru gerðar á staðnum." Hakkið, sem er án allra íblöndunarefna, kemur frá Kjöthöllinni og er steikt á staðnum, klettasalatið er frá Hveratúni og basilíkan kemur beint frá bónda. „Basil er órjúfanlegur partur af Margarítu special, rauð sósan, mozzarella-sneiðar, ólífuolía og basillauf, sem sagt rauður, hvítur og grænn, sem eru litir ítalska fánans."Eldofn og kaffi frá Ítalíu Árið 2008 fóru þau hjónin til Ítalíu og ætluðu að finna eldofn og skoða ítalska pitsustaði. „Við fórum í sex verksmiðjur að skoða ofna áður en við ákváðum að kaupa ofninn okkar og að sjálfsögðu borðuðum við svo pitsur í öll mál. Eldofninn sem við keyptum er með snúningsplötu sem auðveldar jafna bökun og minnkar líkur á að pitsurnar brenni við. Þannig getum við útbúið fyrsta flokks eldbakaðar pitsur og veitt viðskiptavininum óskipta athygli í leiðinni áhyggjulaust." Eldofninn selur einnig sérinnflutt kaffi frá Ítalíu sem þau hjónin fundu fyrir tilviljun á ferðalagi sínu. „Við ætluðum bara að taka nokkur kíló af kaffi með heim og rákumst inn í fjölskyldufyrirtækið Italcaffé í Ceperana í La Spezia héraðinu. Þeir vildu endilega að við myndum selja kaffið þeirra á Íslandi. Okkur leist vel á og slógum bara til." Sífellt fleiri kúnnar koma núorðið á Eldofninn eingöngu til þess að kaupa sér kaffi eða baunir til að taka með heim.Eldofninn er vinalegur staður í miðju íbúðahverfi.Ánægður viðskiptavinur besta auglýsingin Hjá Eldofninum er mikið lagt upp úr því að veita góða þjónustu og jákvætt og persónulegt viðmót haft að leiðarljósi í öllum samskiptum við kúnnann. „Hingað koma reglulega nýir viðskiptavinir eingöngu vegna góðrar umfjöllunar frá öðrum, þannig að ánægður viðskiptavinur er besta auglýsingin," segir Eva stolt af orðspori Eldofnsins.Tilboð og opnunartímar Ýmis tilboð eru í gangi á Eldofninum. „Við erum með hádegistilboð á virkum dögum; pitsa með tveimur áleggstegundum og súperdós og svo er tíu prósent afsláttur þegar fólk sækir." Ekki er boðið upp á heimsendingu nema um stórar pantanir sé að ræða. Eldofninn er opinn frá klukkan 11.30 til 21 þriðjudaga til fimmtudaga og til 22 á föstudögum. Á laugardögum er opið frá 17-22 og á sunnudögum frá 17-21 en á mánudögum er lokað. Á heimasíðu Eldofnsins, eldofninn.is, er hægt að skoða matseðilinn ásamt fleiru en einnig er Eldofninn að finna á síðu staðarins á Facebook.
Mest lesið Aflýsa flugi til og frá Orlando Viðskipti innlent Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Atvinnulíf Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Atvinnulíf „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ Atvinnulíf Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Viðskipti erlent „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnulíf Mikill fjöldi fyrirtækja með ófullnægjandi netvarnir Viðskipti innlent Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Viðskipti innlent Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Atvinnulíf Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sagði einhver fasteign á hjólum? Volvo EX90 reynsluakstur Enginn þarf að vera giftur lánunum sínum út lánstímann Ótrúlegar viðtökur á stuttum tíma Greiðsluáskorun Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Langar meira í 911 T-Hybrid en bæði lungun sín Sjá meira