Gott síðdegi á urriðaslóð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. maí 2012 13:34 Tveggja punda hrygna sem gerði stuttan stans á bakkanum við Höfuðhyl. Mynd/Garðar Örn Úlfarsson Vorveiðin á urriða í efsta hluta Elliðaánna mun hafa verið undir meðallagi það sem af er vertíðinni sem stendur yfir í maí. Síðdegis síðastliðinn föstudag stóð tíðindamaður Veiðivísis þar á bakkanum ásamt öðrum og tók fyrstu fluguköst sumarsins. Um var að ræða frumraun viðkomandi veiðimanna í urriðaveiðinni í Elliðaánum. Eftirvænting var mikil að lokinni langri bið frá því í vetur. Ekki spillti fyrir milt veður og hressilegar rigningardembur sem höfðu komið úr lofti frá því um morguninn. Fyrstu klukkutímana sýndu margir fiskar sig í Höfuðhyl þar sem eini fiskur vaktarinnar kom á land. Var það 43,5 sentímetra urriðahrygna sem tók gamla grábrúna púpu sem veiðimaðurinn man ekki nafnið á.Þessi fallega, tveggja punda hrygna tók hressilega á móti í fyrstu en entist ekki móðurinn lengi og lá fljótlega á bakkanum. Eftir mælingu og myndatöku synti hún þó rösklega út í hylinn að nýju. Fyrir utan Höfuðhyl sást fiskur víða, meðal annars í Hólmakvísl, Ármótahyl og Fljótinu. Einnig á ómerktum stöðum eins og breiðunni ofan við gömlu göngubrúna við Heyvaðshyl. Skokkari sem þar var á ferð sagði veiðimanni að hann hefði séð mjög stóran fisk ofan af brúnni nokkrum dögum fyrr. Óhætt er að segja að Elliðaárnar hafi staðið undir væntingum og vel það. Þótt menn hafi óttast að nálægðin við byggð og umferðamannvirki spillti fyrir ánægjunni þá reyndust það algerlega óþarfar áhyggjur. Um leið og stöngin var komin saman og urriðinn velti sér í yfirborðinu þá gleymdist allt nema áin og fiskurinn. Stangveiði Mest lesið Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Veiði hefst í Veiðivötnum 18.júní Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði
Vorveiðin á urriða í efsta hluta Elliðaánna mun hafa verið undir meðallagi það sem af er vertíðinni sem stendur yfir í maí. Síðdegis síðastliðinn föstudag stóð tíðindamaður Veiðivísis þar á bakkanum ásamt öðrum og tók fyrstu fluguköst sumarsins. Um var að ræða frumraun viðkomandi veiðimanna í urriðaveiðinni í Elliðaánum. Eftirvænting var mikil að lokinni langri bið frá því í vetur. Ekki spillti fyrir milt veður og hressilegar rigningardembur sem höfðu komið úr lofti frá því um morguninn. Fyrstu klukkutímana sýndu margir fiskar sig í Höfuðhyl þar sem eini fiskur vaktarinnar kom á land. Var það 43,5 sentímetra urriðahrygna sem tók gamla grábrúna púpu sem veiðimaðurinn man ekki nafnið á.Þessi fallega, tveggja punda hrygna tók hressilega á móti í fyrstu en entist ekki móðurinn lengi og lá fljótlega á bakkanum. Eftir mælingu og myndatöku synti hún þó rösklega út í hylinn að nýju. Fyrir utan Höfuðhyl sást fiskur víða, meðal annars í Hólmakvísl, Ármótahyl og Fljótinu. Einnig á ómerktum stöðum eins og breiðunni ofan við gömlu göngubrúna við Heyvaðshyl. Skokkari sem þar var á ferð sagði veiðimanni að hann hefði séð mjög stóran fisk ofan af brúnni nokkrum dögum fyrr. Óhætt er að segja að Elliðaárnar hafi staðið undir væntingum og vel það. Þótt menn hafi óttast að nálægðin við byggð og umferðamannvirki spillti fyrir ánægjunni þá reyndust það algerlega óþarfar áhyggjur. Um leið og stöngin var komin saman og urriðinn velti sér í yfirborðinu þá gleymdist allt nema áin og fiskurinn.
Stangveiði Mest lesið Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Veiði hefst í Veiðivötnum 18.júní Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði