Borgarstarfsmenn mokveiddu í Elliðaánum 18. júlí 2012 08:15 Elínborg Ragnarsdóttir af framkvæmda- og eignasviði borgarinnar ánægð með flottan lax úr Sjávarfossi. Mynd / Reykjavíkurborg. Sannkallað mok mun hafa verið í Elliðaánum á föstudaginn þegar starfsmenn Reykjavíkurborgar mættu þar á bakkana. Alls veiddust 27 laxar á stangirnar sex sem er aldeilis skínandi árangur. Sagt er frá þessu á vef Reykjavíkurborgar sem hefur fimm daga til umráða í Elliðaánum í sumar. Þar af veiði borgarstarfsmenn og "hvunndagshetjur" í þrjá daga. "Áður voru þessir dagar notaðir af borgarfulltrúum, gestum Orkuveitu Reykjavíkur og fyrrverandi borgarstjórum. Nú er hafður sá háttur á að starfsmenn Reykjavíkurborgar eru hvattir til þess að benda á dugmikla samstarfsmenn sína og hefur það mælst afar vel fyrir," segir á reykjavik.is. Veiðimenn borgarinnar á föstudag nutu aðstoðar frá félögum í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur sem síðan fær tvo daga af áðurnefndum fimm fyrir barna- og unglingastarf félagsins.gar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Flugan sem fiskurinn tekur aldrei Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði
Sannkallað mok mun hafa verið í Elliðaánum á föstudaginn þegar starfsmenn Reykjavíkurborgar mættu þar á bakkana. Alls veiddust 27 laxar á stangirnar sex sem er aldeilis skínandi árangur. Sagt er frá þessu á vef Reykjavíkurborgar sem hefur fimm daga til umráða í Elliðaánum í sumar. Þar af veiði borgarstarfsmenn og "hvunndagshetjur" í þrjá daga. "Áður voru þessir dagar notaðir af borgarfulltrúum, gestum Orkuveitu Reykjavíkur og fyrrverandi borgarstjórum. Nú er hafður sá háttur á að starfsmenn Reykjavíkurborgar eru hvattir til þess að benda á dugmikla samstarfsmenn sína og hefur það mælst afar vel fyrir," segir á reykjavik.is. Veiðimenn borgarinnar á föstudag nutu aðstoðar frá félögum í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur sem síðan fær tvo daga af áðurnefndum fimm fyrir barna- og unglingastarf félagsins.gar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Flugan sem fiskurinn tekur aldrei Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði