Innlent

Starfsmenn sérstaks saksóknara enn til skoðunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þeir Jón Óttar Ólafsson (til vinstri) og Guðmundur Haukur Gunnarsson (lengst til hægri) voru Hólmsteini Gauta Sigurðssyni saksóknara til aðstoðar þegar svokallað Svartháfsmál var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar.
Þeir Jón Óttar Ólafsson (til vinstri) og Guðmundur Haukur Gunnarsson (lengst til hægri) voru Hólmsteini Gauta Sigurðssyni saksóknara til aðstoðar þegar svokallað Svartháfsmál var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar.
Rannsókn Ríkissaksóknara á málum tveggja starfsmanna embættis sérstaks saksóknara, þeirra Guðmundar Hauks Gunnarssonar og Jóns Óttars Ólafssonar, stendur enn yfir. Samkvæmt upplýsingum frá Sigríði Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara, er búist við að henni ljúki á næstu vikum. Mennirnir tveir eru grunaðir um brot á þagnaskylduákvæði í störfum sínum þegar þeir seldu þrotabúi Milestone upplýsingar sem þeir urðu sér úti um í störfum sínum fyrir sérstakan saksóknara. Embætti sérstaks saksóknara kærði mennina í maí síðastliðnum og hefur rannsókn staðið yfir síðan þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×