Innlent

Jón fullyrðir að þjóðin sé á móti hugmyndum Nubo

Jón Bjarnason fyrrverandi ráðherra og þingmaður VG segir á bloggi sínu í dag að hvorki íslenska ríkisstjórnin né sú kínverska geti hrósað happi yfir að vera „laus við innanríkisráðherrann Ögmund Jónasson". Jón vísar þarna í mál kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubo sem áformar að leigja Grímsstaði á Fjöllum af sveitarstjórnum á svæðinu.

Í viðtali við China Daily sagðist Nubo vera bjartsýnn á að málið nái nú fram að ganga þar sem það sé ekki lengur í höndum Ögmundar sem hefur lýst sig andsnúinn því að „afsalað verði landréttindum á Íslandi til kínverska auðmannssins". Jón segir að nú, þegar málið komi upp þó með öðrum formerkjum sé, „er mikilvægt að standa í lappirnar en láta ekki hnén bogna."

„Ég fullyrði að megin þorri íslensku þjóðarinnar standi með Ögmundi og þeim öðrum sem vilja standa vörð um íslenskar auðlindir, bújarðir og víðerni gegn ásælni erlendra stórvelda," segir þingmaðurinn.




Tengdar fréttir

Nubo feginn því að Ögmundur hafi ekkert með málið að gera

Kínverski kaupsýslumaðurinn Huang Nubo segir í samtali við kínverska blaðið China Daily í dag að samningar séu nærri í höfn um leigu hans á Grímsstöðum á fjöllum. Hart hefur verið tekist á um málið og segir Nubo að svo virðist sem þolinmæði hans sé loks að bera ávöxt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×