Innlent

Forsætisráðherra Kína væntanlegur til Íslands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Íslands seinni hluta aprílmánaðar. Boð til forsætisráðherra Kína hefur legið fyrir frá árinu 2006 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, sendi boðsbréf.

Árið 2011 var 40 ára afmæli stjórnmálasambands Íslands og Kína og var þá hafist handa við að finna tíma fyrir mögulega heimsókn. Heimsóknin hefur verið undirbúin í samstarfi við sendiráð Kína hér á landi og með atbeina sendiráðs Íslands í Kína.

Í tilkynningu frá forsetaembættinu segir að forsætiráðherra Kína muni, auk fundar með forsætisráðherra og fleiri ráðherrum, eiga fund með forseta Íslands. Einnig muni hann kynna sér jarðhitanýtingu á Íslandi, en hann er jarðfræðingur að mennt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×