Innlent

Húsleit hjá meintum kynþáttahatara - tölva gerð upptæk

Maðurinn var færður til yfirheyrslu.
Maðurinn var færður til yfirheyrslu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi húsleit á heimili á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við heimasíðu þar sem finna má kynþáttahatur.

Lögreglan gerði tölvu upptæka auk þess sem einn maður var yfirheyrður vegna málsins. Heimasíðan er hýst hjá erlendum aðilum og er enn opin.

Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu, þá verða þeir kærðir sem hafa lagt til efni á síðuna, en þó síðan sé hýst erlendis þá minnkar ekki ábyrgð þeirra sem halda slíkum áróðri úti.

Manninum var sleppt af yfirheyrslu lokinni og verður því næst farið í að rannsaka tölvuna. Kynþáttníðið beinist meðal annars að nafngreindum einstaklingum hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×