Innlent

Kræklingarækt rædd á þingi: "Frétt Stöðvar 2 var sláandi“

Þingmennirnir Unnur Brá Konráðsdóttir og Kristján L. Möller lýstu því bæði yfir í þingsal í dag að reglugerðarfarganið sem einkenni kræklingarækt hér á landi beri að endurskoða hið snarasta. Stöð 2 hefur undanfarið fjallað um málið en til þess að hefja kræklingaeldi, sem er í eðli sínu einfalt í sniðum, þarf að sækja um leyfi og fá umsagnir hjá fjölda aðila og stofnana.

Unnur Brá, þingkona Sjálfstæðisflokksins vakti máls á þessu á Alþingi í dag og spurði kollega sinn Kristján L. Möller, formann atvinnuveganefndar, hvort ekki þurfi að endurskoða hin flóknu lög um skeldýrarækt, sem samþykkt voru fyrir ári.

Kristján sagðist taka heilshugar undir gagnrýni Unnar. „Fréttin sem birtist á Stöð 2 var sláandi og allt að því hrikaleg," sagði Kristján. Hann sagði að vafalaust hefði mönnum gengið gott eitt til þegar lögin voru samþykkt en að eitthvað hafi greinilega farið úrskeiðis. „Þetta átti ekki að vera svona flókið." sagði hann.


Tengdar fréttir

Ný lög ætti frekar að kalla lög um bann við skeldýrarækt

Nýleg lög um skeldýrarækt ætti frekar að kalla lög um bann við skeldýrarækt. Þetta segir formaður Samtaka atvinnulífsins sem gagnrýnir þann frumskóg eftirlitsaðila og stofnana sem komast þarf í gegn um til að hefja ræktun kræklinga.

Kræklingabændur kafna í eftirlitsgjöldum

Eftirlits- og leyfisveitingakerfi, sem stjórnvöld eru að setja upp í kringum kræklingarækt, stefnir í að kæfa greinina í fæðingu. Uppskeruleyfi eitt og sér gæti kostað allt að 280 þúsund krónur á viku sem hjá flestum er meira en verðmæti uppskerunnar. Bóndinn á Gróustöðum við Gilsfjörð, Bergsveinn Reynisson, er einn þeirra sem fóru af stað og hann er nú orðinn formaður Skelræktar, hagsmunasamtaka kræklingaræktenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×