Innlent

MC Iceland fær inngöngu í Hells Angels næstu helgi

Íslenski mótorhjólaklúbburinn MC Iceland mun fá fulla aðild að samtökum Vítisengla, Hells Angels, í Osló um næstu helgi, sagði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri á blaðamannafundi um skipulagða glæpastarfsemi og viðbrögð yfirvalda á Íslandi fyrir stundu.

„Það þýðir breytingu á viðfangsefnum lögreglunnar þar sem við eigum við glæpahóp sem íslenskir aðilar eru fullgildir meðlimir í. Þeir munu þá njóta styrks, fjármagns og mannskaps alþjóðlegu glæpasamtakanna," sagði Haraldur.

„Við verðum að rísa upp með fólki sem er kúgað. Við erum samstætt þjóðfélag, þjóðfélag sem getur staðið saman. Við ætlum öll að hjálpast að, þó það séu ekki til patentlausnir, þessi orð verða aldrei orðin tóm," sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra meðal annars á fundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×