Innlent

Frostið fór í 27,3 gráður við Mývatn

MYND / Þorgeir Gunnarsson
Frost fór í 27,3 gráður við Mývatn í nótt og var það mesta frost sem mældist á landinu. Víða var óvenju mikið frost, einkum fyrir norðan og fór það til dæmis í 22 gráður á flugvellinum við Húsavík.

Örlítið hefur dregið úr frosti með morgninum. Óvenju kalt hefur verið á landinu það sem af er þessum mánuði, og í Reykjavík hefur til dæmis ekki verið kaldara í hálfa öld.

Vatn hefur sumstaðar frosið í leiðslum og leki valdið tjóni, og hætt er við að mörg slík tilvik komi í ljós þegar hlýnar á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×