Lífið

Ari Eldjárn stekkur á milli sýninga

Ari Eldjárn verður með uppistand sama kvöld og gamanmyndin Okkar eigin Osló, eldskírn hans á hvíta tjaldinu, verður frumsýnd.
Ari Eldjárn verður með uppistand sama kvöld og gamanmyndin Okkar eigin Osló, eldskírn hans á hvíta tjaldinu, verður frumsýnd.
"Við ákváðum að halda skemmtunina í Þjóðleikhúsinu fyrir löngu. Það sökk í mér hjartað þegar ég fékk boðsmiðann á frumsýningu Okkar eigin Osló,“ segir grínistinn Ari Eldjárn.

Ari og félagar í grínhópnum Mið-Íslandi halda fyrsta uppistandskvöldið sitt á árinu í Þjóðleikhúskjallaranum annað kvöld. Hálftíma áður en skemmtunin hefst verður gamanmyndin Okkar eigin Osló frumsýnd, en Ari fer með hlutverk í henni og er því um frumraun hans á hvíta tjaldinu að ræða. Hann neyðist því til að velja á milli, eða hvað?

"Ég er að spá í að reyna, ef ég get, að mæta á myndina og hugsanlega vera þá seinastur til að troða upp í kjallaranum,“ segir Ari, augljóslega á milli steins og sleggju. "Mig langar samt líka að vera í kjallaranum allt kvöldið. Ég hugsa að þetta endi á því að ég sjái fyrsta hálftíma myndarinnar, fari svo og troði upp með öllum og fari svo í partíið eftir frumsýninguna án þess að vita hvernig myndin endaði.“

En heldurðu að Þorsteinn [Guðmundsson, handritshöfundur og einn af aðalleikurum Okkar eigin Osló] verði sár?

"Það get ég ekki ímyndað mér. Hann hefur fullan skilning á þessu. Enda er hann með leikjahærri uppistandsmönnum landsins. Hann veit hvernig þetta er.“

Ásamt Ara koma þeir Bergur Ebbi Benediktsson, Halldór Halldórsson og Jóhann Alfreð Kristinsson fram á uppistandskvöldinu ásamt Sólmundi Hólm, sem verður sérstakur gestauppistandari. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×