Lánshæfismatsfyrirtækið Standard and Poor's hefur sett Þýskaland, Frakkland og þrettán önnur evruríki á athugunarlista vegna ótta um áhrif skuldakreppunnar í Evrópu á fjárhag landanna. Þessi ákvörðun S&P þýðir að 50% líkur eru á að lánshæfismatseinkunn ríkja með AAA einkunn verði lækkuð. Þessi ákvörðun kom fjárfestum í opna skjöldu og olli því að hlutabréf lækkuðu í dag. Þá féll gengi evrunnar einnig.
Fimmtán ríki á athugunarlista S&P
