Sjórán kosta dönsk skipafélög milljarða 21. janúar 2011 08:18 Sjórán kosta dönsk skipafélög allt að milljarði danskra kr. á hverju ári eða yfir 20 milljarða kr. Samband danskra skipafélaga (Danmarks Rederiforening) er búinn að fá nóg af ástandinu og krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða. Fjallað er um málið í viðskiptablaðinu Börsen. Þar er haft eftir Jan Fritz Hansen varaforseta sambandsins að engin spurning væri um að kostnaðurinn vegna sjórána hefði aukist með hverju árinu undanfarin ár. Fyrir utan lausnargjöldin sem skipafélögin þurfa að borga sjóræningjum felst kostnaður skipafélaganna m.a. í hærri tryggingum og skaðabótum til sjómanna sem teknir hafa verið sem gíslar. Þar til viðbótar kemur menntun fyrir sjómenn, breytingar á siglingaleiðum og það sem kallast "glötuð tækifæri". Þar er átt við að skipafélögin sigli ekki á ákveðnar hafnar vegna hættunnar á sjóránum. Samkvæmt gáfnaveitunni Chatham House í London kosta sjórán efnahagskerfi heimsins 7 til 12 milljarða dollara á hverju ári. Um 95% af þeirri upphæð er á ábyrgð sjóræningja sem „gera út" frá Sómalíu. Frá árinu 2006 hafa 1.600 sjórán verið framin sem kostað hafa 54 sjómenn lífið. Samkvæmt alþjóðasambandi skipafélaga ICC jukust sjórán úr 410 árið 2009 og upp í 445 í fyrra. ICC segir að ástandið sé orðið óásættanlegt. Jan Fritz Hansen segir að sjóræningjar noti nú flutningaskip sem þeir ræna í auknum mæli til fleiri sjórána. Þannig geti þeir athafnað sig á stærra hafsvæði eða langt út á Indlandshaf. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sjórán kosta dönsk skipafélög allt að milljarði danskra kr. á hverju ári eða yfir 20 milljarða kr. Samband danskra skipafélaga (Danmarks Rederiforening) er búinn að fá nóg af ástandinu og krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða. Fjallað er um málið í viðskiptablaðinu Börsen. Þar er haft eftir Jan Fritz Hansen varaforseta sambandsins að engin spurning væri um að kostnaðurinn vegna sjórána hefði aukist með hverju árinu undanfarin ár. Fyrir utan lausnargjöldin sem skipafélögin þurfa að borga sjóræningjum felst kostnaður skipafélaganna m.a. í hærri tryggingum og skaðabótum til sjómanna sem teknir hafa verið sem gíslar. Þar til viðbótar kemur menntun fyrir sjómenn, breytingar á siglingaleiðum og það sem kallast "glötuð tækifæri". Þar er átt við að skipafélögin sigli ekki á ákveðnar hafnar vegna hættunnar á sjóránum. Samkvæmt gáfnaveitunni Chatham House í London kosta sjórán efnahagskerfi heimsins 7 til 12 milljarða dollara á hverju ári. Um 95% af þeirri upphæð er á ábyrgð sjóræningja sem „gera út" frá Sómalíu. Frá árinu 2006 hafa 1.600 sjórán verið framin sem kostað hafa 54 sjómenn lífið. Samkvæmt alþjóðasambandi skipafélaga ICC jukust sjórán úr 410 árið 2009 og upp í 445 í fyrra. ICC segir að ástandið sé orðið óásættanlegt. Jan Fritz Hansen segir að sjóræningjar noti nú flutningaskip sem þeir ræna í auknum mæli til fleiri sjórána. Þannig geti þeir athafnað sig á stærra hafsvæði eða langt út á Indlandshaf.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira