Innlent

Maður á svörtum skutbíl reyndi að lokka barn við Sæmundarskóla

Undanfarnar vikur hafa borist fjölda tilkynninga um að maður eða menn á svörtum eða dökkum bíl hafi boðið börnum upp í bíl hjá sér.
Undanfarnar vikur hafa borist fjölda tilkynninga um að maður eða menn á svörtum eða dökkum bíl hafi boðið börnum upp í bíl hjá sér. Mynd úr safni
Nemanda í Sæmundarskóla í Grafarholti í Reykjavík var boðið upp í svartan skutbíl af ókunnugum manni í dag. Umræddur nemandi var að bíða eftir því að vera sóttur í skólann og beið á gangstéttinni við Gvendargeisla.

Í bréfi sem skólastjóri Sæmundarskóla hefur sent til foreldra og forráðamanna barna í skólanum segir að barnið hafi brugðist hárrétt við, hlaupið í burtu og sagt starfsmanni skólans frá atvikinu.

Haft var samband við lögreglu og málið unnið í samstarfi við hana. Talað var við alla nemendur áður en þeir fóru heim úr skólanum og brýnt fyrir þeim að fara ekki undir neinum kringumstæðum uppí ókunnuga bíla

Undanfarnar vikur hafa borist fjölda tilkynninga um að maður eða menn á svörtum eða dökkum bíl hafi boðið börnum upp í bíl hjá sér. Lögregla hefur vegna þessa aukið eftirlit við skóla, og er þar með bæði merkta og ómerkta lögreglubíla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×