Innlent

Icelandairmálið afar sérstakt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
„Þetta er afar sérstakt. Við getum alveg sagt það,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair um mál konu sem hefur stefnt flugfélaginu.

Konan, sem er bandarísk, var í flugi Icelandair til Minneapolis sumarið 2006. Hún rak höfuðið í sjónvarpsskjá í farþegarýminu og segist hafa skaðast á höfði. Hún segir áhöfn flugvélarinnar bera ábyrgð á slysinu og stefndi því flugfélaginu.

Guðjón Arngrímsson segir alls ekki algengt að farþegar stefni flugfélaginu. „Án þess að ég geti tekið einhver dæmi, þá höfum við séð ýmislegt í gegnum tíðina. Við höfum verið í alþjóðaflugi áratugum saman og það hefur ýmislegt komið uppá. En þetta er óvenjulegt mál,“ segir Guðjón.




Tengdar fréttir

Icelandair hugsanlega fyrir alríkisdómstól

Hugsanlegt er að mál bandarískrar konu sem slasaðist í flugi Icelandair árið 2006 muni fara fyrir alríkisdómstól þar í landi. Áfrýjunardómstóll samþykkti í dag að málið yrði tekið fyrir. Konan sakaði Icelandair um að bera ábyrgð á slysinu en dómstóll á neðra dómsstigi sýknaði Icelandair.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×