Innlent

Bjarni var klökkur - "Ég er óendanlega þakklátur“

Bjarni Benediktsson endurkjörinn.
Bjarni Benediktsson endurkjörinn. Mynd / Sigurjón
„Ég er óendanlega þakklátur," sagði Bjarni Benediktsson klökkur þegar hann steig upp í pontu eftir að það var tilkynnt að hann hefði verið endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins.

Bjarni hlaut 727 af 1323 greiddum atkvæðum. Hann hlaut því 55 prósent kosningu. Hanna Birna fékk 577 atkvæði og rúmlega 44 prósent atkvæða.

Bjarni þakkaði Hönnu Birnu og hennar stuðningsmönnum fyrir heiðarlega baráttu sem var flokknum til sóma.

Hanna Birna sagðist þakklát fyrir stuðninginn. „En ég neita því ekki að ég hefði viljað sjá aðra niðurstöðu," sagði Hanna Birna sem hvetur flokksmenn til þess að fylkja sér á bak við Bjarna og forystusveit flokksins.


Tengdar fréttir

Kosning til formanns Sjálfstæðisflokksins hafin

Kosning í embætti Sjálfstæðisflokksins er hafin á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Hanna Birna Kristjánsdóttir og Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, eru í framboði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×