Japanski bílaframleiðandinn Toyota þarf að draga úr framleiðslu vegna hamfaranna í Japana.
Þetta hefur meðal annars áhrif á verksmiðjur í Bretlandi og víðar sem setja bílana saman.
Japanski framleiðandinn getur ekki framleitt nógu mikið af íhlutum til þess að halda verksmiðjunum í Bretlandi gangandi af sama krafti og áður. Því verður framleiðslustopp í lok mánaðarins auk þess sem starfsmönnum verður gefið frí á brúðkaupsdegi Vilhjálms Prins.
Toyota dregur úr framleiðslu
