Innlent

Réttað yfir Gunnari í Hæstarétti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar Rúnar Sigurþórsson var fundinn sekur í héraðsdómi um morðið á Hannesi Þór Helgasyni.
Gunnar Rúnar Sigurþórsson var fundinn sekur í héraðsdómi um morðið á Hannesi Þór Helgasyni.

Málflutningur í máli ákæruvaldsins gegn Gunnari Rúnari Sigurþórssyni fór fram í Hæstarétti Íslands í morgun. Gunnar Rúnar var fundinn sekur í Héraðsdómi Reykjaness í mars síðastliðnum um að hafa banað Hannesi Þór Helgasyni. Hann var hins vegar sýknaður af kröfu um refsingu vegna svæsins geðrofs og gert að sæta vistun á viðeigandi stofnun. Hvorki aðstandendur Hannesar Þórs né ákæruvaldið sættu sig við þessa niðurstöðu héraðsdóms og saksóknari tók þá ákvörðun að málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×