Innlent

Of mikil athygli á persónu biskups

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðbjörg segir að of mikil athygli sé á persónu biskups. Mynd/ GVA.
Guðbjörg segir að of mikil athygli sé á persónu biskups. Mynd/ GVA.
Athygli almennings hefur beinst of mikið að Karli Sigurbjörnssyni, biskupi Íslands, eftir að rannsóknarskýrsla um kynferðisbrot innan kirkjunnar kom út. Þetta segir Guðbjörg Jóhannesdóttir, formaður Prestafélags Íslands. Prestafélagið hélt prestafund í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í vikunni. Þar var rannsóknarskýrslan rædd í þaula, en til stendur að funda aftur með biskupi Íslands og Pétri Hafstein, forseta Kirkjuþings í haust.

„Sem betur fer er þetta þúsunda manna fjöldahreyfing þar sem starfa hundruð sjálfboðaliða og hundruð af launuðu starfsfólki. Þannig að það er kannski pínu þreytandi fyrir okkur sem erum að reyna að vinna vel og leggja á okkur að það sé einungis talað um það hvort biskupinn eigi að segja af sér eða ekki," segir Guðbjörg.

Guðbjörg segir að markmiðið hljóti alltaf að vera, hjá kirkjunni sem og öðrum stofnunum í samfélaginu, að viðbrögð við kynferðisofbeldi eða ásökunum séu til fyrirmyndar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×