Innlent

Ákvörðun um áfrýjun tekin á næstunni

Frá dómsuppkvaðningunni í gær.
Frá dómsuppkvaðningunni í gær.
Ríkissaksóknari mun innan tíðar taka ákvörðun um hvort áfrýjað verði til Hæstaréttar niðurstöðu héraðsdóms í Exeter-málinu. Í gær sýknaði héraðsdómur fyrrverandi sparisjóðsstjóra Byrs, fyrrverandi stjórnarformann Byrs af ákæru um umboðssvik. Fyrrverandi forstjóri MP Banka var einnig sýknaður af ákæru um hlutdeild í umboðssvikum og peningaþvætti. Dómurinn klofnaði í málinu og vildi einn dómari sakfella stjórnendur Byrs.

Sigríður Friðjónsdóttir Ríkissaksóknari segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að ákvörðunin verði tekin á næstunni en frestur til áfrýjunar er fjórar vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×