Innlent

Ísbjörn á Hornströndum

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. MYND/AFP
Áhöfn fiskibáts sem staddur var fyrir utan Hælavík á Hornströndum sá ísbjörn vappandi í fjörunni þar rétt fyrir klukkan níu í morgun. Sjómennirnir höfðu samnband við Landhelgisgæsluna og þyrla hennar er á leið í loftið til þess að kanna málið.

Að sögn Hrafnhildar Brynju Stefánsdóttur upplýsingafulltrúa Gæslunnar mun þyrlan fara í loftið innan tíðar en yfirstjórn með málinu er í höndum Umhverfisstofnunar og lögreglunnar á Vestfjörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×