Innlent

Meirihlutinn ætlar að segja já

Meirihluti kjósenda ætlar að samþykkja Icesave-samningaleiðina í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 9. apríl næstkomandi.

55.3% ætla að kjósa með lögunum en 44,7% á móti þeim, af þeim 81,4% sem segjast hafa gert upp hug sinn og ætla ekki að skila auðu.

Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Capacent vann fyrir Áfram-hópinn.

1299 einstaklingar, 18 ára og eldri, voru spurðir út í samninginn og svöruðu 820. Svarhlutfallið var því 63,1%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×