Innlent

Landflótta læknar með milljónir á mánuði.

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurður Böðvarsson krabbameinslæknir var með rúmar 962 þúsund krónur í laun á mánuði í fyrra samkvæmt tekjublaði Mannlífs sem kom út í morgun.

Sigurður vakti mikla athygli í byrjun mánaðarins þegar að greint var frá viðtali við hann í Læknablaðinu þar sem sagt var frá því að tímakaup hans fyrir vaktir væru svipaðar og launin sem dóttir hans fær fyrir að selja kaffi og kleinur í Fjölskyldu og húsdýragarðinum.

Að undanförnu hefur verið greint frá áhyggjum ýmissa þeirra sem ábyrgð bera á heilbrigðiskerfinu af því að læknar flýðu land vegna launa. Þá kynni að skapast skortur á læknum til að sinna nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu hér á landi. Engu að síður eru að minnsta kosti 110 læknar á Íslandi með yfir eina milljón króna í laun á mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×