Innlent

Hæstiréttur sammála héraðsdómi - Rannsókn á Baldri haldið áfram

Baldur Guðlaugsson.
Baldur Guðlaugsson.

Hæstiréttur Íslands staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem því var hafnað að vísa frá rannsókn sérstaks saksóknara á málefnum Baldur Guðlaugssonar, fyrrum ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, vegna meintra innherjasvika.

Dómurinn féll í gær.

Baldur vildi meina að ekki væri hægt að halda áfram rannsókn á meintum innherjasvikum hans þar sem Fjármálaeftirlitið hafði áður tilkynnt honum um að rannsókn væri lokið.

Í dómsorði segir:

„Talið var að heimilt hafi verið að binda ákvörðun FME um að hætta athugun á málinu þeim fyrirvara að athugun yrði fram haldið ef ný gögn eða upplýsingar kæmu fram í málinu, enda hafi sá fyrirvari verið í eðlilegu samræmi við ákvörðunina og það markmið með athuguninni að upplýsa málið til hlítar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×