Innlent

Ásdís Rán í Playboy: Tugir eintaka seld í forsölu

Ásdís Rán er vinsæl.
Ásdís Rán er vinsæl.

Búið er að selja á milli 50 og 60 búlgörsk Playboy-tímarit í forsölu hjá Eymundsson en ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir mun prýða forsíðu þess í lok júlí. Áhuginn virðist ætla að verða gríðarlegur samkvæmt upplýsingum frá Eymundsson sem selur tímaritið á vefsíðu sinni, eymundsson.is.

Þar er hægt að kaupa tímaritið fyrir tæpar tvö þúsund krónur en hátt í sextíu tímarit hafa selst síðan Ásdís Rán tilkynnti um myndatökuna fyrir helgi.

Playboy mun koma út í Búlgaríu fyrir næstu mánaðarmót og er áætlað að tímaritið muni rata til Íslands öðru hvoru megin við mánaðarmótin næstu.

Um er að ræða 12 blaðsíðna myndaþátt sem verður af Ásdísi sem verður fyrsta íslenska konan til þess að sitja fyrir hjá tímaritinu í Búlgaríu. Íslenskar konur hafa þó prýtt síður Playboy í Þýskalandi og í Bandaríkjunum.

Myndirnar af Ásdísi verða teknar í Grikklandi í næstu viku.

Á bloggi sínu segir Ásdís Rán að hún sé frekar stressuð fyrir myndatökunum en hún verður nakin á myndunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×