Innlent

Lokunum aflétt á Suðurlandsvegi

Öllum lokunum hefur verið aflétt á Suðurlandsvegi en þar hefur umferð verið takmörkuð frá því eldgos hófst í Eyjafjallajökli. Þessi ákvörðun var tekin á aðgerðarstjórnarfundi sem haldinn var á Hellu klukkan þrjú í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli er fólki því heimilt að fara um veginn hindrunarlaust.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×