Innlent

Henti sér fyrir bíla á Suðurlandsveginum

Maðurinn henti sér ítrekað fyrir bíla. Myndin er úr safni.
Maðurinn henti sér ítrekað fyrir bíla. Myndin er úr safni.

Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn af lögreglunni í nótt þar sem hann skapaði talsverða hættu. Maðurinn reyndi að húkka sér far með bílum sem óku framhjá en þegar enginn stoppaði byrjaði maðurinn að henda sér fyrir bíla og láta illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi.

Maðurinn var staddur við Kögunarhól á Suðurlandsveginum þegar hann stökk fyrir bílana.

Lögreglan segir að tilkynningum hafi rignt inn frá ökumönnum eftir að maðurinn byrjaði að stunda það að henda sér fyrir bílana. Lögreglan kom skömmu síðar og hirti manninn sem var verulega ölvaður.

Honum var sleppt í morgunsárið eftir að það rann af honum. Hann má þó búast við sekt fyrir ölvun og óspektir á almannafæri.

Þá var einn ungur karlmaður sviptur ökuréttindum til bráðabirgðar eftir að hann mældist á 106 kílómetrar hraða á innanbæjar á Selfossi. Hámarkshraði þar sem maðurinn ók var 50 kílómetra hraði.

Skemmtanahald fór ágætlega fram í Reykjavík að sögn varðstjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fjórir voru teknir fyrir ölvunarakstur en sex fengu að gista fangageymslur lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×